
Upplýsingar
Tímataka, úrslit og reglur
Keppt er með flögu og gildir flögutíminn. Úrslit verða birt á timataka.net og koma þau sjálfkrafa um leið og fólk kemur í mark.
Upplýsingar um reglur og stigakeppnina sem og aldursflokka má sjá í reglugerð um Íslandsgönguna hér.

Skráningareyðublað fyrir liðakeppnina sem sendist á ski@ski.is er hér.
Styrktaraðilar
Styrktaraðila Íslandsgöngunnar er hægt að sjá á heimasíðu hverrar göngu fyrir sig. Styrktaraðilar SKÍ eru 66 Norður, Bílaleiga Akureyrar og Everest.


Veitingar
Í markinu í öllum göngum og í sumum þeirra út í braut eru léttar veitingar. Flestar göngurnar eru svo með veglegri veitingar síðar um daginn á keppnisdegi. Yfirleitt svigna borðin undan kræsingunum sem helstu kaffihús og veitingastaðir væru stolt af. Þátttakendur eru sjálfir mikið spenntir fyrir kökuhlaðborðunum og nota það gjarnan sem góða afsökun til að endurhlaða orkuna eftir skemmtilega og stundum krefjandi ferð um fjöll og firnindi.

